,,Það sem nú ætti að gera, er að gefa veiðar landróðrabáta frjálsar, utan kvóta, og sjá hvað gerist“
,,Nú er aftur komin kreppa svipuð og 2008 nema hvað hún læðist heldur hægar inn. Ríkisstjórnin lagði fram björgunaraðgerðir í dag en þar var hvergi að finna tillögur um að auka framleiðslu þjóðarinnar. Einungis hvernig mætti létta af álögum, seinka skattgreiðslum, styðja við banka o.s.frv. Ekki orð um hið augljósa: Auka fiskveiðar, sérstaklega þorskveiðar, en yfirmagn af honum syndir í sjónum lífríkinu til skaða.
Árið 2009 fórum við Jón Gunnar Björgvinsson, formaður Samtaka íslenskra fiskimanna, á fund ráðherra í ríkisstjórninni og sögðum honum hvernig afla mætti 100 mja tekna með auknum þorskveiðum. Hann mátti lítið vera að hlusta eða tala við okkur, sagðist myndu hafa samband seinna, hvað hann gerði aldrei, en fer nú með ströndum og vill kalla fiskveiðikvótannn heim! Trúverðugt.
Það sem nú ætti að gera er að gefa veiðar landróðrabáta frjálsar, utan kvóta, og sjá hvað gerist. Jafnframt mætti auka kvóta eigendanna, sægreifanna, um fjórðung eða svo. Ættu þá allir að vera ánægðir, eða hvað?“