Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður hægur vindur og bjartviðri á landinu. Áfram er hlýtt í veðri, hiti á bilinu 10 til 20 stig, svalast suðaustanlands. Það sem eftir er vikunnar er útlit fyrir suðlægar áttir, skýjað með köflum og væta af og til sunnan- og vestanlands, en lengst af léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti verður í kringum 20 stig að deginum norðaustantil, en eitthvað svalara verður í öðrum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum um landið austanvert. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands.
Sunnan 8-15 m/s og rigning með köflum vestantil í fyrramálið, annars hægari og þurrt. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun.
Spá gerð: 10.06.2020 10:20. Gildir til: 12.06.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Hiti 10 til 15 stig að deginum.
Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum á morgun, en lægir annað kvöld. Heldur kólnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Gengur í sunnan 8-15 m/s með rigningu V-til, en heldur hægari og bjart með köflum um landið A-vert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands.
Á laugardag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir S-lands, annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 7 til 14 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-13 og rigning S- og V-lands, en hægari og léttskýjað um landið NA-vert. Hlýnar heldur.
Á mánudag:
Minnkandi sunnanátt. Skúrir V-til, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með dálítilli vætu í flestum landshlutum.
Spá gerð: 10.06.2020 08:25. Gildir til: 17.06.2020 12:00.