Íslendingar hafa ekki efni á að njóta sinnar eigin framleiðslu sem er nú merkt með þjófavörn í verslunum. Eftir stendur, hver er þjófurinn?
,,Er löngu hætt að kaupa hrygg, ótrúlegt verð.“ Þetta er það sem fólk segir á götunni. Hinir veruleikafyrrtu, eins og kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki sem elskar kvótakerfið í sjávarútvegnum og einokunina gagnvart bændum og neytendum.
Líkt og kom fram í sérstakri kvikmynd sem var samin um einokunina í sveit kaupfélagsstjórans, þórólfs og í hans nágrenni, þá er það í raun heimildarmynd um framsóknarflokkinn og Skagfirðsku mafíuna sem er miklu öflugri og verri en sú Sikileyska. Þeir eiga ekki stjórnmálaflokk syðra líkt og á klakanum þar sem fásinna og heimska íslendinga ræður ríkjum. Framsóknarflokkurinn og mafían eru og hafa alltaf verið í sömu sæng á kostnað „skrílsins“ sem við erum í þeirra augum. Sagan sýnir það og Kári Stefánsson hefur staðfest að við erum heimskir þrælar, það eru okkar gen og elskum að láta taka okkur í óæðri endann og á það við um bæði kynin. Þetta er allt skjalfest og vísindalega staðfest.
Íslendingar hafa ekki efni á að njóta sinnar eigin framleiðslu sem er nú merkt með þjófavörn í verslunum, fátt hefur gerst á klakanum síðan Eyvindur og Halla voru upp á sitt besta. Nú hefur reyndar taflið snúist við, þ.e. þau væru þolendur í dag en þjófarnir aðrir.
Fjórflokkurinn vill engu breyta, segir eitt en gerir annað í áratugi og gerir úr á heimska kjósendur. Það klikkar aldrei enda vísindaleg staðfesting á að við erum heimskari en allar aðra þjóðir og kjósum samkvæmt því.
Þórólfur sem á framsóknarflokkinn og tindáta hans skuldlaust, hlær örugglega dátt á elliheimilinu með jafn gamalli hugmyndarfræði, af þrælunum. Guð hjálpi þrælum gamla Íslands, það er miklu betra líf um allan heim, yfirgefið þessa voluðu eyju norður í rassgati þar sem valdaöflin hafa náð valdi yfir þér og þínum afkomendum í formi vistabanda, okurvaxta án innistæðu, okur á matvöru sem er stjórnað af gamla bænda/feðra veldinu og allskonar ofbeldi.
Farðu út úr þessu ofbelissambandi!
Fékk lögum breytt sem gera Kaupfélagi Skagfirðinga kleift að eignast Kjarnafæði Norðlenska
Varla hægt að tala um samkeppni á Íslandi segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins