HIN HÓFLEGA HÆKKUN VEIÐIGJALDA ER SVONA

Myndin hér að neðan sýnir áhrif tvöföldunar veiðigjalda á hagnað sjávarútvegsfyrirtækja, með samanburði á hagnaði fyrir og eftir áformaða hækkun stjórnvalda.
Hagnaður fer úr um 24% af veltu niður í um 20%. Eftir sem áður verða fyrirtæki í sjávarútvegi með mun meiri hagnað en meðalfyrirtækin í íslenska viðskiptahagkerfinu (um 9%).
Í málþófinu á þingi og daglega í málgagni útvegsmanna (Mogganum) er hins vegar búið að teikna upp einhverja skáldaða hryllingsmynd þar sem allur hagnaður sjávarútvegs er sagður tekinn af ríkinu og að heilu sjávarútvegs-byggðarlögin muni leggjast af – rétt eins og gerðist eftir tilkomu kvótakerfisins!
Allur hinn keypti og afbakaði veruleiki sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa teiknað upp er þannig ekkert annað en vísvitandi fals – sem stjórnarandstaðan á þingi bergmálar í síbylju málþófsins, í þjónkun sinni við ríka útvegsmenn.
En það er allt í lagi að stjórnarandstaðan tali um þetta í allt sumar því almenningur sér í gegnum þennan auma blekkingarleik.