Albert Guðmundsson, atvinnumaður í fótbolta, birti yfirlýsingu á ensku á Instagram með fyrirsögninni „Saklaus!“ nú fyrir skömmu.
Albert var sýknaður af því að hafa beitt konu kynferðisofbeldi en úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu. Sjálfur mætti hann ekki í dómsuppsöguna þar sem hann er búsettur í Flórens vegna starfa sinna. Ríkisútvarpið fjallaði um málið.
Í yfirlýsingunni segist hann hafa verið sannfærður allan tímann um að kveðið yrði á um sakleysi hans í málinu og það væri léttir að það hefði sannarlega orðið niðurstaðan.
„Þetta er búið að vera erfitt ár, og erfitt fyrir mína andlegu heilsu,“ segir hann meðal annars í yfirlýsingunni. Þá segir hann í yfirlýsingunni að hann muni aldrei styðja við ofbeldisverknað og voni einlæglega að málið muni ekki skaða málstað kvenna sem eru „raunverulegir þolendur ofbeldis,“ eins og hann orðar það.
Af feministum, saksókn í landinu & ákærunni á hendur Alberti