Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á afar slæmri veðurspá næstu daga samhliða stækkandi straumi, en stórstreymt verður á föstudaginn. Stormviðvörun er í gildi fyrir öll spásvæði á miðum og djúpum umhverfis landið. Á morgun og á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan roki og sums staðar ofsaveðri. Þá gera útreikningar öldulíkana ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið.
Landhelgisgæslan bendir á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land. Landhelgisgæslan hvetur því eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum til að huga að þeim við þessar aðstæður.
Hér má finna veðurspákort af gagnasíðu Veðurstofunnar http://brunnur.vedur.is og gildir það kl 0600 á miðvikudagsmorgun.