28 verkefni hafa hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025. Óskað var eftir umsóknum um verkefni sem stuðla að:
- Í fyrsta lagi: Virkrar notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Sérstök áhersla var lögð á verkefni fyrir ungmenni í framhaldsskóla og fullorðna.
- Í öðru lagi: Þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að lýðheilsu innflytjenda og virkri þátttöku þeirra í félagasamtökum og félagsstarfi
- Í þriðja lagi: Verkefnum sem ætlað er að auka skilng og samkennd milli innlendra og innflytjenda á vinnustöðum eða í framhalds- og háskólum, svo sem með félagsvinaverkefnum og menningar- og tungumálabrúarsmíði.
„Verkefnin sem hlutu styrki í ár endurspegla þessi forgangsverkefni fallega. Þau spegla nýsköpun, skuldbindingu og samkennd margra stofnana og einstaklinga á þessu sviði. Hvert verkefni er skref í átt að samheldnara, opnara og réttlátara samfélagi – samfélagi þar sem allir fá tækifæri til að blómstra,“ sagði Tomasz Chrapek, formaður innflytjendaráðs.
„Það er mér mikil heiður að standa hér í dag þegar við viðurkennum og styðjum verkefni sem styrkja íslenska samfélagið og endurspegla þau gildi sem okkur þykir vænt um: Þátttöku, virðingu, jafnrétti og samkennd,“ sagði hann enn fremur.
Styrkirnir voru veittir á viðburðinum Innflytjendur og samfélagið sem innflytjendaráð stóð fyrir og fór fram fyrir fullu húsi nú í morgun í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum.
Það voru Tomasz Chrapek og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem veittu styrkina. Alls voru veittir styrkir fyrir 70 milljónir króna og hluti eftirfarandi styrk:
| Nafn verkefnis | Styrkþegi | Upphæð styrks |
| Íslenska með hreim | Hola félag spænskumælandi á Íslandi | 1.000.000 |
| Kveðum saman | Austan mána | 1.800.000 |
| Building Trust: Icelandic Midwives and Polish Mothers. Improving Perinatal Care Through Cultural Understanding | Paulina Kołtan-Janowska | 780.000 |
| Sögubútar í Árbæ: Bútasaumssmiðja | Christalena Hughmanick | 2.000.000 |
| Förum saman í leikhús! / Menjünk együtt színházba! | Ungverska Menningarfélagið á Íslandi | 82.000 |
| CIRCLES OF CONNECTION – Building Bridges
through Inclusion and Neurodiversity |
Rebeca Lombardo Naveros | 1.900.000 |
| Inngildingar skrefin | Magnea Marinósdóttir | 5.000.000 |
| Lesum saman – í framhaldsskólum, háskólum og samfélaginu | Pappírsbátur | 2.000.000 |
| Tengsl og tunga – íslenska í verki | Eirð Náttúruhús | 1.300.000 |
| Gefum íslensku séns | Menntaskólinn á Ísafirði | 2.700.000 |
| Samvera / Common ground | Borgarbókasafn | 1.800.000 |
| Cultivating an Ecology of Belonging at the
University of Iceland |
Háskóli Íslands – Sprettur | 5.000.000 |
| Immigrant Voices: Language, Belonging and Social Inclusion among East and South European Communities in Iceland | Vigdísarstofnun, alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar | 4.000.000 |
| Íslenskuspor – tengsl í gegnum tungumál | Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum | 4.500.000 |
| Tungumál Hjartans (The Language of the heart) | Mental Bytes | 1.800.000 |
| Heilbrigði á vinnustað- lýðheilsa og samfélag á fjölmenningarlegum grunni |
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhólar | 2.300.000 |
| Planet Laugarvatn & Social Coffee viðburðir | Planet Laugarvatn | 1.000.000 |
| Viltu kaffi? Íslenskur spjallhópur fyrir íbúa með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn | Reykjanesbær | 2.000.000 |
| Íslenskukennsla og stefnumótun í Mýrdalshreppi – þarfagreining og þróun leiðarvísis | Mímir símenntun | 4.800.000 |
| Úkraínskir flóttamenn á Íslandi inngilding | Félag heyrnarlausra | 2.600.000 |
| Icelandic Centre for Immigration Research | Háskólinn á Akureyri | 5.000.000 |
| Saman í samfélagi – þátttaka á jafningjagrunni | Sveitarfélagið Vogar | 5.000.000 |
| Frístundaþátttaka ungmenna á framhaldsskólaaldri
af erlendum uppruna |
Akureyrarbær | 5.000.000 |
| Viltu tala íslensku við mig? | Hugvit & Hönnun | 2.500.000 |
| How Do I Say It? – Icelandic in Rural Communities | Þekkingarnet Þingeyinga | 2.700.000 |
| Teiknikvöld á Siglufirði | Emma Sanderson | 400.000 |
| Refugee Empowerment Curriculum (REC) | OMAHAI | 450.000 |
| Fjölmenningarlegt kosningakaffi | Amtsbókasafnið á Akureyri | 590.000 |


