Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ sl. mánudag, 8. desember, en tilkynning um slysið barst kl. 16.50.
Þar varð árekstur jepplings og flutningabíls, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður jepplingsins lést í slysinu.
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið 1809@lrh.is
Umræða

