-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Á flótta undan lögreglunni á Steypubíl – Mikil hætta skapaðist í miðbænum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans lét maðurinn öllum illum látum og steytti m.a. hnefann gegn lögreglunni. En mikill fjöldi lögreglubifreiða var notaður við eftirförina sem var mjög hættuleg og fjöldi fólks varð vitni af þessum háskaakstri ökumanns steipubílsins.