Ef fólk vill óbreytt ástand á Íslandi, þá kýs það auðvitað þá flokka sem eru í ríkisstjórn núna, því þau hafa gefið það út að þau vilji halda áfram. Ef fólk er búið að fá nóg af hringlandahættinum t.d. í sambandi við Covid og af spillingunni, þá verður það að tryggja breytingar með því að kjósa ekki þessa flokka.
Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram, það á eftir að einkavæða hagnaðinn af Íslandsbanka og koma honum úr höndum ríkisins í ,,réttar“ hendur. Þetta og margt fleira næst líklega ekki að klára á þessu kjörtímabili vegna m.a. covid og því vilja þessir flokkar halda áfram á sömu braut næstu fjögur árin. Vinstri grænir eru upp í rúmi hjá Sjálfstæðisflokknum og líkar það vel og Framsókn er hjálpartækið eins og svo oft áður“
Sá sem kýs einhvern af þessum flokkum er í raun að kjósa óbreytt ástand
Sá sem kýs Vinstri græna er í raun að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, og öfugt, og það er bara ágætt að það liggi fyrir að þessir flokkar hafi stofnað með sér kosningabandalag, þá veit fólk hvað það er að kjósa yfir sig.
Umræða