Af meðfylgjandi myndbandi að dæma virðist æfingin hafa gengið einstaklega vel
Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt fallbyssuæfingu við ísröndina NV af Vestfjörðum á föstudag. Alls var 64 skotum skotið í átt að ísjaka sem notaður var sem skotmark. Af meðfylgjandi myndbandi að dæma virðist æfingin hafa gengið einstaklega vel og ekki skemmdi fyrir að veðrið var með besta móti. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður, tók myndbandið saman.
https://gamli.frettatiminn.is/sporin-orugglega-eftir-isbjorn/
Tengt efni:
Umræða