Vistvænir strandveiðimenn undirbúa mótmæli gegn stjórnarandstöðunni og því málþófi sem hún hefur staðið fyrir undanfarna daga, við að verja sérhagsmuni stórútgerðarinnar og erfingja sem neita að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtingarrétt á auðlind þjóðarinnar.
Mætt verður báða daga á þingpallana! Strandveiðifélag Íslands mun vera á Austurvelli í dag kl. 17.00 og á laugardaginn kl. 14.00.
Aðal málið er að sem flestir mæti, jafnvel utan þessa tíma. Farið bara á þingpallana!
Verum sýnileg, verum trillukarlaleg. Við getum ekki leyft minnihlutanum að taka af okkur 48 dagana!
Umræða