Hugleiðingar veðurfræðings
Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Í dag nálgast hins vegar lægð úr suðvestri, henni fylgir hægt vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp sunnan- og vestantil á landinu, 8-15 m/s á þeim slóðum síðdegis og rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður vindur hægari og lengst af þurrt. Hiti 9 til 18 stig að deginum, svalast við norðurströndina.
Á morgun fer lægðarmiðjan austur yfir landið. Áttin verður því breytileg, víða gola eða kaldi og rigning eða súld með köflum í flestum landshlustum. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Vesturlandi. Annað kvöld styttir upp sunnanlands.
Á miðvikudag er svo útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti, hægur vindur og einhverjar skúrir á stangli. Spá gerð: 11.08.2025 06:10. Gildir til: 12.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp sunnan- og vestantil, 8-15 m/s og rigning með köflum síðdegis. Hægari vindur og lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig að deginum, svalast við norðurströndina.
Breytileg átt 5-10 á morgun og rigning eða súld með köflum. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Vesturlandi. Styttir upp sunnanlands annað kvöld.
Spá gerð: 11.08.2025 07:48. Gildir til: 13.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 15 stig, svalast við norðurströndina.
Á fimmtudag:
Vestan 8-13 m/s og skúrir, en lengst af þurrt um landið sunnanvert. Hiti 8 til 14 stig, mildast suðaustantil.
Á föstudag:
Vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 8-15 m/s og rigning seinnipartinn, en hægari og þurrt fyrir austan. Hiti 9 til 15 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestan- og vestanátt og rigning með köflum, en hlýtt og lengst af þurrt austanlands.
Spá gerð: 11.08.2025 08:27. Gildir til: 18.08.2025 12:00.