Rétt fyrir utan Gilbert í Arizona er rafbílakirkjugarður, þar sem ein undarleg gerð farartækja hrannast upp í haugum. Myndbönd af þríhjóla rafbílum sem hent er á hauginn ganga um á netinu og eðlilega er spurt, hvers vegna verið sé að eyðileggja allan þennan fjölda af „vistvænum” farartækjum.
Skýringin er einföld: Rafbílarnir voru gallaðir í framleiðslu og ekki var hægt að gera við þá. Einfaldast að henda þeim á ruslahauginn. Fréttamiðillinn Þjóðólfur.is fjallaði ítarlega um málið.
Tegundin heitir „ElectraMeccanica Solo” rafknúinn, þríhjóla örbíll sem framleiddur voru á tímabilinu 2018 til 2023. Upphaflega var Solo markaðssettur sem hin fullkomna græna ódýra lausn sem átti í eitt skipti fyrir öll að losa hina þreyttu jörð frá öllum hræðilegum koltvísýring sem bensín- og dísil ógnarvélar spúa út um allt. Hins vegar takmarkaðist aðdráttarafl Solo verulega af verðinu upp á $18.000 og þeirri staðreynd að farartækið gat ekki tekið neinn umfram ökumanninn.
Í ágúst 2022 barst ElectraMeccanica kvörtun frá einum viðskiptavini um að Solo rafbíllinn hefði misst framdrif í akstri. Fleiri fréttir um svipaða atburði komu í september og verkfræðiteymi fyrirtækisins neyddist að athuga málið. Þeir komust að því að „galli í rafgeymi og í vélabúnaði gat valdið því að rafmótorinn slökkti á sér.“ Hins vegar komust þeir ekki að því, hvernig átti að laga vandann. Í febrúar 2023 hóf ElectraMeccanica að kalla til baka næstum öll Solo farartæki sem seld höfðu verið í Bandaríkjunum, samtals 428 þríhjólabílar.
Fyrirtækið gaf í skyn að reynt yrði að finna lausn sem aldrei lét bóla á sér og í apríl tilkynnti fyrirtækið viðskiptavinum að það endurgreiddu bílana. Síðan keypti rafbílafyrirtækið Xos þríhjólabílaframleiðandann ElectraMeccanica og sýndi engan áhuga á að gera við rafbílana og koma þeim í sölu og framleiðslu á ný. Í staðinn var þeim hent á haugana og starfsmaður bílakirkjugarðsins sagði að engum yrði sleppt inn nema undir eftirliti til að sjá ónýtu rafbílana.
Miðillinn „The Drive” hafði samband við Xos til að fá svar við spurningunni hvers vegna verið var að tortíma öllum snjallbílunum í stað þess að laga þá. Eina svarið sem kom frá Xos var:
„Eftir að hafa keypt bílana til baka og stöðvað sölu farartækisins var rafbílunum fargað að hluta til við stöðina (sjá myndskeið). Eftir kaupin á Xos hefur ElectraMeccanica lokið eftirstöðvum málsins.”
Það er synd að sjá framleiðslu ökutækis ná hámarki með útför í bílakirkjugarðinum. Bæði lítið notaða og jafnframt nýja ónotaða bíla. Ekki það að ElectraMeccanica Solo hafi verið að breyta heiminum, það gerir enginn sóló rafbíll, hvað svo sem framleiðendur þeirra segja um tilvist þeirra sem „bjargvætta” lífs á jörðinni.
Hér að neðan er pistill um gildi rafbíla fyrir jarðarbúa: