,,Gangandi, hjólandi og akandi. Það er víða glerhált á höfuðborgarsvæðinu. Förum öll varlega!“ Segir í tilkynningu lögreglu.
Þá mun veðrið breytast í vikunni sem nú er að hefjast að sögn veðurfræðings:
Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir fremur hæga vestan og norðvestanátt á landinu. Skýjað að mestu og dálítil él eða slydduél, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Áfram frost um mest allt land, sums staðar frostlaust við ströndina þar sem andar af hafi.
Á morgun er síðan suðlæg átt í kortunum, víða 3-8 m/s framan af degi og þurrt veður. Síðdegis gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu og þykknar upp þar með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar.
Á miðvikudag hvessir síðan enn frekar, þá er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar meira. Snýst síðan í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki.
Veðrið á landinu hefur verið rólegt síðustu daga og að ofansögðu má vera ljóst að það muni breytast í vikunni sem nú er að hefjast. Áður en vikan er á enda munum við fá hvassan vind, breytilegt hitastig og úrkomu sem ýmist verður rigning eða snjókoma.
Spá gerð: 11.12.2023 06:47. Gildir til: 12.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vestan og norðvestan 3-8 m/s í dag. Skýjað að mestu og dálítil él eða slydduél, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við sjóinn.
Suðlæg átt 3-8 á morgun, þurrt og bjart veður og frost 2 til 10 stig. Gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu síðdegis og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.
Spá gerð: 11.12.2023 05:28. Gildir til: 12.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Sunnan 10-18 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Sunnan- og síðar suðvestanátt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum, en rigning um tíma syðst. Éljagangur um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestlæg átt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 11.12.2023 08:26. Gildir til: 18.12.2023 12:00.