Kvótaþegar lifa á braski með auðlind þjóðarinnar
Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, kom víða við í vikulegum pistli sínum og benti á óréttlætið og spillinguna í kvótakerfinu. Hvers vegna á þjóðin að horfa upp á það að einhverjir kvótahafar geti lifað á braski með auðlind þjóðarinnar?
Fjölskyldur sem lifa allt árið eða meirihluta þess lúxuslífi í sólarlöndum og leigja allan kvótann á 300.000 krónur tonnið eða 30 milljónir fyrir hver 100 tonn, beint inn á prívat reikning kvótahafans eða 60 milljónir fyrir 200 tonnin sem sé algengast.
Kvótahafar leigja frá sér auðlindina okkar fyrir milljarða á hverju ári sem renna beint til þeirra sjálfra. Þetta ætti þjóðin auðvitað að gera sjálf, við þurfum ekki kvótahafa til að gera þetta frá einhverjum bar á sólarströnd!
Hann bendir m.a. á að kvótahafi geti leigt frá sér þorskinn á 300,000 kr. tonnið (100 tonn = 30 milljónir) og fær það greitt inn á sinn reikning. Það sé mun hagstæðara en að kosta til bát, olíu, veiðarfærum og 40% í mannalaun. Leiguliðinn borgar að auki 16,000 kr. fyrir tonnið í veiðigjald til þjóðarinnar, en sá sem leigir auðlind þjóðarinnar til leiguliða borgar ekki eina krónu í veiðigjald og ekki krónu í virðisaukaskatt. Og nýtur þess vegna 20 falds hagnaðar. Þetta hafi útgerðir á Íslandi stundað s.l. 38 ár í boði fjórflokksins.
Til að komast framhjá veiðiskyldu séu settar verðlausar fisktegundir á bátinn m.a.s. loðna á krókabáta til að búa til þorskígildi, þannig sé hægt að leigja verðmætustu tegundirnar 100% ár eftir ár og komast framhjá veiðiskyldu og lifa á braski með sameign þjóðarinnar. Leiguliðinn þarf svo að koma með svo verðmætan fisk í land til að standa undir okurleigunni að hann neyðist til að henda verðminni fiski aftur í sjóinn. Það gerir stórútgerðin einnig og ég bið fólk endilega að deila þessu því við verðum að taka á spillingunni á Íslandi sem er ekki minni en í Namibíu.“ Þetta og margt fleira kom fram í máli Guðmundar Franklín Jónssonar
Þúsundum tonna af fiski upp á milljarða hent í sjóinn – 5.658 tonnum af þorski hent í sjóinn á ári