-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Bandaríkin loka á flug frá Evrópu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Algjört bann verður við ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti á föstudag vegna COVID-19 veikinnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í kvöld. Bretland verður undanskilið þessum aðgerðum forsetans, sem hann sagði harðar en nauðsynlegar.
Rúmlega 1.100 tilfelli COVID-19 hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 eru látnir af völdum sjúkdómsins. Rúv greindi fyrst frá og þar kemur fram að Trump segi að Evrópuríkin eigi í erfiðleikum með að takast á við veiruna og að þau hafi ekki lokað á flug frá Kína nógu snemma. Trump sagði bandarísk yfirvöld vera að standa sig betur við að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur sjúkdómnum, en smit hafi borist til Bandaríkjanna frá evrópskum ferðamönnum.