2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Opnunarhollið í vorveiði í Ytri- Rangá laust

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Vegna forfalla erlendra veiðimanna, er opunarhollið í vorveiðinni í Ytri Rangá til sölu, þetta eru fyrsti, annar og þriðji apríl, samtals sex stangir sem fylgja með húsinu. Margir sýndu  þessu strax áhuga á veiðidögunum og spurðu um þá strax í gærkveldi.

Stöngin er á 25 þúsund og líka eru laus veiðileyfi á svæðinu, dagana á eftir. Opnunarhollið  í Minnivallarlæk er líka laust og eitthvað er laust af dögum í apríl.

Vel hefur gengið að selja veiðileyfi í vorveiðina og margir ætla að byrja strax fyrstu dagana að veiða. Við heyrðum í einum veiðimanni sem ætlaði að byrja í Varmá, og hann ætlar svo að fara austur á Klaustur og renna fyrir fiska í nokkra daga.

Auðvitað er ekkert hægt að gera nema selja hollin, þegar erlendir veiðimenn komast ekki í veiði og þá er það jafnvel gert með stuttum fyrirvara.

Tíðarfarið hefur verið gott en aðeins hefur kólnað en veiðimenn geta ekki beðið mikið lengur, það styttist í veiðitímann all verulega.

Mynd: Jóhannes Hinriksson með bolta úr Ytri Rangá