Rússar senda viðvörun til Bandaríkjanna vegna flutnings vopna til Úkraínu, að sögn ríkisfjölmiðla þar í landi, samkvæmt frétt CNN
Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, varaði Bandaríkin við hugsanlegum afleiðingum þess að flytja vopn til Úkraínu og sagði að bílalestir með erlend vopn yrðu „lögmæt skotmörk“.
Ryabkov lét þessi ummæli falla í dag á hinni ríkisreknu Channel One stöð, að sögn rússnesku ríkisfréttastofunnar RIA Novosti.
„Við vöruðum Bandaríkin við því að dæla vopnum til Úkraínu, frá fjölda landa, það er hættuleg ráðstöfun, bílalestir með vopn eru lögmæt skotmörk,“ sagði hann.
https://gamli.frettatiminn.is/12/03/2022/russar-utiloka-vidraedur-vid-nato/
Umræða