Eimskip verður að greiða skatta af hagnaði dótturfélaga sinna í lágskattaríki í Karíbahafi þrátt fyrir upplýsingaskiptasamninga og starfsemi annarra dótturfélaga sinna í Færeyjum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Hafnað var í síðustu viku kröfu Eimskips um að ákvörðun ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar um endurákvörðun skatta á Eimskip yrði felld niður. Ítarlega er fjallað um málið á rúv.is.
,,Deilan stóð um skattlagningu tekna af starfsemi dótturfélaga fyrirtækisins í Færeyjum og Antígva og Barbúda. Dómarinn sagði að ef fallist væri á túlkun Eimskips fælist í því misnotkun á reglum til að ná fram skattahagræði. Hann sagði að engin útgerð væri frá Antígva og Barbúda og þar væri hvorki að finna starfsmenn né fasteignir.
„Það fyrirkomulag sem stefnandi hefur komið á fót með stofnun félaga í Færeyjum og í lágskattaríkjum endurspeglar, að mati dómsins, ekki efnahagslegan raunveruleika eða rekstrarlegan tilgang félaganna, heldur virðist það eingöngu sett á fót til að ná fram skattahagræði sem gengur gegn markmiðum og tilgangi laga um tekjuskatt,“ segir í dómnum en Rúv.is fjallar ítarlega um málið á vef sínum.