41 mál voru bókuð í gærkvöld og í nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru ellefu vistaðir í fangageymslu vegna ýmissa mála
Klukkan tíu í gærkvöld var erlendur ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna, við nánari skoðun kom í ljós að ökuskírteini sem hann framvísaði var falsað. Í framhaldi var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir sýnatöku.
Einn aðili var vistaður í fangageymslu vegna heimilisofbeldis. Þá var maður handtekinn ölvaðaður og æstur, og var að veitast að fólki í Smáralind og var viðkomandi vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Kópavogi, sá grunaði kastaði frá sér þýfinu og hljóp í burtu þegar starfsmaður hafði af honum afskipti og fannst hann ekki við leit. Tilkynnt var um ölvaðan og æstan mann að veitast að fólki í Smáralind. Handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um innbrot og bifreiðar stöðvaðar þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.