Í fréttum hjá lögreglu er þetta helst síðan kl. 17 í gær, þrír gista fangageymslur vegna rannsóknar mála. 65 mál/verkefni eru skráð í kerfi lögreglu á þessu tímabili. Hér verður farið yfir það helsta:
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Maður vistaður í fangageymslu eftir tvær líkamsárásir með stuttu millibili.
- Afskipti af ökumanni vegna réttindaleysis og aksturs undir áhrifum áfengis.
- Maður kærður fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hafði verið með ólæti á dvalarheimili.
- Einn vistaður í fangageymslu vegna þjófnaðar og ölvunarástands.
- Og svo annar vistaður vegna rannsóknar á sölu og dreifingu fíkniefna.
- Hávaði frá skemmtistað í miðborginni. Það afgreitt.
- Hávaði frá íbúð í fjölbýli. Ítrekað. Manni gert að lækka í tónlistinni svo lögregla þyrfti ekki í frekari aðgerðir. Hann varð við því.
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Umferðaróhapp þar sem kerra losnaði og fór á ljósastaur sem þá þveraði veg.
- Afskipti af ökumanni undir áhrifum fíkniefna….og öðrum til eftir miðnætti.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Ökumaður stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og réttindalaus.
- Árekstur reiðhjóls og bifreiðar. Minniháttar skemmdir á tækjum, minniháttar áverkar á reiðhjólamanni.
Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Ekið á gangandi vegfaranda. Sá kenndi sér meins. Ekki þörf á sjúkrabíl.
- Tilk um þjófnað í matvöruverslun.
Umræða