Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá 17-05. Fangageymslur lögreglu eru fullar eftir nóttina. Alls eru 58 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
– Einstaklingur grunnaður um sölu og dreifingu fíkniefna, mikið magn af fíkniefnum og reiðufé fundust við leit lögreglu.
– Þó nokkrir ökumenn stöðvaður í akstri vegna gruns um ölvun við akstur.
– Ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus eftir blóðsýnatöku
– Ökumaður á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir slysi, ökumaður grunnaður um ölvun við akstur, fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.
– Innbrot í heimahúsi, mál í rannsókn.
– Hleypt var af skotvopni inn á hótelherbergi í Reykjavík, fimm einstaklingar handteknir og skotvopnið handlagt, mál er í rannsókn.
Lögreglustöð 2
– Tilkynnt um umferðarslys milli fólksbifreiðar og bifhjóls, farþegi bifhjóls þungt haldinn eftir áreksturinn.
– Ökumaður á rafmagnshlaupahjóli fell og rotast, ökumaður grunnaður um ölvun við akstur, fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.
– Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka sviptur ökuréttindum, laus eftir blóðsýnatöku.
– Einstaklingur gekk berserksgang í Hafnarfirði, braut rúðu á bifreið. Einstaklingur vistaður í fangaklefa.
– Mikið var um tónlistar hávaða úr heimahúsum sem raskaði næturró íbúa. Í einu máli voru hátalar haldlagðir þar sem húsráðandi fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að lækka í tónlistinni.
Lögreglustöð 3
– Einstaklingur var stunginn með eggvopni, einn handtekinn á vettvangi og mál í rannsókn.
– Einn einstaklingur handtekinn fyrir líkamsárás og húsbrot.
– Ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka sviptur ökuréttindum, laus eftir blóðsýnatöku.
Lögreglustöð 4
– Mikið var um heimilisófrið og þurfti lögregla að koma á friði
– Tilkynning um grunsamlegar mannaferðir.
– Lögregla stöðvaði partýstand í heimahúsi.