Helstu tíðindi LRH undanfarinn sólarhring eru samkvæmt dagbók lögreglu, þessi:
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Tilkynnt um mann að garga á fólk í miðbænum.
Tilkynnt var um umferðarslys, ökumaður rafmagnshlaupahjóls slasaðist á fæti.
Tveir menn handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíknefna.
Tilkynnt um ungmenni sniglast við yfirgefið hús.
Tilkynnt um æstan og ölvaðan mann í hverfi 101.
Ökumaður bifreiðar handtekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sami maður handtekinn fyrir sama brot tveimur klukkustundum síðar.
Tilkynnt um æstan og ógnandi mann í hverfi 105.
Nokkuð um tilkynningar vegna ölvaðs fólk sem var til vandræða eða í vandræðum.
Þó nokkuð um tilkynningar vegna hávaða.
Maður hrækti á lögreglubifreið og neitaði að segja til nafns. Var fluttur á lögreglustöð en neitaði svo að fara. Var fjarlægður af athafnasvæði lögreglu í þrígang.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Buggybíll valt í Kvartmílubrautinni, ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild til skoðunar.
Tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut.
Maður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna auk þess sem hafði ekið sviptur ökuréttindum.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um umferðarslys, ekið á hjólreiðamann. Hann fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Tilkynnt um slagsmál í hverfi 109.
Nokkrar tilkynningar um læti.
Tilkynnt um aðila að skemma bifreiðar í hverfi 109.
Tilkynnt um líkamsárás.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um þjófnað í hverfi 112.
Maður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja sem hafa áhrif á aksturshæfni.
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 113.
Tilkynnt um einhvern að öskra á hjálp. Reyndust vera ungmenni að taka upp tiktok myndband og báðust afsökunar á látunum