Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp lægð nálgast landið úr suðri. Það fer að rigna í norðaustan kalda eða stinningskalda, en hvassviðri suðaustantil seinnipartinn og er gul viðvörun í gildi fyrir það svæði. Þá má einnig búast við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum, vestanlands byrjar hins vegar ekki að rigna fyrr en í kvöld.
Á morgun hreyfist lægðin norður yfir land og í kjölfarið snýst í vestlæga átt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Dálítil væta víða um land, þó síst norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Spá gerð: 12.08.2024 06:25. Gildir til: 13.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi norðaustanátt í dag og fer að rigna, 8-13 seinnipartinn og talsverð úrkoma á Austfjörðum, en 13-20 m/s suðaustantil. Þurrt vestanlands fram á kvöld, og fer þá að draga úr vindi á Suðausturlandi. Hiti 8 til 15 stig.
Breytileg og síðar vestlæg átt 5-13 m/s á morgun, skýjað og dálítil væta með köflum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.
Spá gerð: 12.08.2024 03:52. Gildir til: 13.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 8-13 m/s og víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag:
Norðan og norðvestan 3-10 m/s og rigning með köflum, en skúrir norðaustantil. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og súld eða rigning norðanlands, en úrkomulítið syðra. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst.
Á sunnudag:
Norðanátt og dálítil væta, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Kólnandi veður.
Spá gerð: 12.08.2024 07:43. Gildir til: 19.08.2024 12:00.