Hótel Höfn er á frábærum stað og umvafið fegurð jökla og fjalla. Á hótelinu eru 68 herbergi, 12-18 fermetrar að stærð, falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Fegurðin er við Hótel Höfn og árstíminn skiptir ekki máli. Hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul með allri sinni litadýrð er engu líkt.
Ljúffengur humrar er í boði á veitingastað hótelsins ásamt mörgum öðrum réttum og um að gera að prófa aðra girnilega rétti á matseðlinum. Þegar fréttaritari dvaldi á hótelinu, var bæði matur á veitingahúsinu og svo morgunmaturinn, fyrsta flokks sem og þjónustan.
Þá var eftirtektarvert hve góð og persónuleg þjónusta var í boði og hreinlega dekrað við gesti. Veitingastaðurinn Ósinn er á Hótel Höfn og leggur hann áherslu á fyrsta flokks hráefni, góðan mat og notalega þjónustu.
Herbergin eru falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Sápur frá Sóley eru á herbergjunum sem eru lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru. Herbergin á Hótel Höfn eru 12-18 fermetrar að stærð. Engin lyfta er á hótelinu en gestum er gjarnan hjálpað við að bera farangur inn á herbergin.
Sjáðu sólina setjast fyrir aftan jökulinn yfir sumartímann eða njóttu norðurljósanna í endurskini hans á veturna. Fjölmargir útivistarmöguleikar eru í boði á svæðinu, t.d. jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir o.fl.
Það er vel þess virði að stoppa við á þessu notalega hóteli þegar ekið er um landið og margt að skoða á Höfn og í nágrenni.