Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 11. ágúst kl. 17:00 til 12. ágúst kl. 05:00. Alls eru 52 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Maður handtekinn í miðbænum fyrir að hafa slegið dyravörð hnefahöggi þegar var verið að vísa honum út. Afgreitt með skýrslutöku á lögreglustöð og laus að því loknu.
Tilkynnt um einn sofandi ölvunarsvefni á skemmtistað. Brást illa við að vera vakinn, neitaði að gefa upp persónuupplýsingar og hafði uppi ógnandi tilburði. Maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Annar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Einn handtekinn fyrir vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna og brot gegn barnaverndarlögum. Vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um umferðarslys en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Engin slys á fólki en bifreiðin óökuhæf eftir.
Tilkynnt um ungmenni að kasta grjóti í bifreiðar. Fundust ekki þrátt fyrir leit.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um líkamsárás við verslunarmiðstöð. Bæði ætlaðir gerendur og þolandi farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að.
Tilkynnt um stórfellda líkamsárás við knæpu í Kópavogi. Einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið í rannsókn.
Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaður reyndist ölvaður við akstur. Fluttur á lögreglustöð til vistunar í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um mögulega framleiðslu fíkniefna í iðnaðarhúsnæði. Reyndist vera á rökum reist. Málið í rannsókn.

