Hugleiðingar veðurfræðings
Núna í morgunsárið eru skil að koma að suðvestur horni landsins og byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesinu. Þessi skil fara norðaustur yfir landið í dag og því verður rigning í öllum landshlutum þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi. Skilum fylgir smá vindstrengur suðvestantil en annars verður vindur á bilinu 5-10 m/s. Nokkuð milt loft fylgir úrkomunni og verður hiti á bilinu 2 til 11 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Seint í nótt og á morgun gengur síðan í norðan 8-15 m/s með skúrum eða slydduél um norðanvert landið og kólnandi veðri en sunnantil verður lítilsháttar væta framan af en birtir til er líður á daginn. Hiti um og yfir frostmarki norðanlands, en 3 til 9 stig syðst.
Spá gerð: 12.10.2021 06:37. Gildir til: 13.10.2021 00:00.
Veðuryfirlit
Yfir Færeyjum er 1027 mb hæð sem fer hægt SA, en 500 km A af Hvarfi er 1012 mb lægð sem fer NA. Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 12.10.2021 04:20.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en þurrt fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Dregur úr úrkomu sunnantil í nótt. Gengur í norðan 8-15 á morgun með skúrum eða slydduél um norðanvert landið en skýjað með köflum og lítilsháttar væta á Suðurlandi. Hiti 1 til 11 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 12.10.2021 05:25. Gildir til: 13.10.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-10 m/s og rigning en snýst í suðvestan 5-10 og dregur úr úrkomu í nótt. Norðan 8-13 og bjartviðri eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 12.10.2021 05:27. Gildir til: 13.10.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s með rigningu eða slyddu en lítilsháttar væta sunnanlands framan af degi. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 m/s og að mestu léttskýjað. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi.
Á föstudag:
Vestlæg átt og lítilsháttar væta vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, að mestu skýjað og dálítil væta á víð og dreif, einkun sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu og mildu veðri.
Discussion about this post