Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista 2 í fangaklefa. Alls eru 67 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
- Tilkynnt um mann sem neitar að yfirgefa stofnun í hverfi 108, honum vísað út
- Tilkynnt um mann sem dettur á hopphjóli í hverfi 101 og fær skurð á höfuðið, maðurinn sjáanlega undir áhrifum áfengis, fluttur á bráðamóttöku til skoðunart
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 105 fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með sekt
- 16 ára drengur handtekinn í hverfi 101, fyrir að miða skammbyssu að lögreglumanni, hann handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem foreldrar komu og sóttu hann, byssan reyndist vera eftirlíking af skammbyssu
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 108 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, við leit á ökumanni reyndist hann hafa meint fíkniefni í fórum sínum. Laus að lokinni blóðsýnatöku
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 105 fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með sekt
- Einn maður handtekinn í hverfi 105 vegna gruns um fíkniefnamisferli, laus að lokinni skýrslutöku
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 108 fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með sekt
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um mann sem dettur á hopphjóli í hverfi 220 og fær skurð á höfuðið, maðurinn sjáanlega undir áhrifum áfengis, fluttur á bráðamóttöku til skoðunar
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 200, minniháttar meiðsli, gerandi ókunnur
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 200 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Einn maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 112, hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur
Umræða