Vegurinn um Ísafjarðardjúp er lokaður eftir að aurskriða féll á hann í Hestfirði og áin Rjúkandi stíflaðist. Aurflóð féll einnig við Dýrafjarðargöng. Nokkrir bílar lentu í flóðunum en ekki slys á fólki.
,,Vegurinn er tepptur á nokkrum stöðum eftir aur- og vatnsflóð, bæði í Hestfirði og í Álftafirði við Dvergastein. Djúpið er því lokað fram eftir degi, enda grafið undan malbiki og frekar óheppilegt að vera á ferðinni.“ Segir Bragi Thoroddsen sveitastjóri í Súðavík.
Byggð er ekki talin í hættu vegna aurflóða, en lögreglan hvetur fólk til að kanna aðstæður vel áður en það fer á milli byggðakjarna á svæðinu.
Umræða