Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 – 05:00 Þegar þetta er ritað gista sex í fangaklefa og 54 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.
Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
- Lögreglustöð 1
Tilkynnt um mann og konu að stela úr verslun í hverfi 101. Lögregla sinnti og reyndist konan vera eftirlýst og var hún vistuð í fangaklefa.
Ökumaður sektaður fyrir að aka sviptur ökuréttindum sínum.
Tilkynnt um aðila sofandi í hengirúmi inni á safni í miðborginni. Lögregla sinnti og var hann vakinn og vísað á brott.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi að reyna að brjóta sér leið inn á stofnun í miðborginni. Aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Yfirstandandi innbrot á veitingastað í hverfi 101. Einn aðili enn þá inni þegar lögreglu bar að. Handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Yfirstandandi innbrot í bát í hverfi 101. Aðilinn farinn þegar lögreglu bar að en fannst þó stuttu síðar. Handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
- Lögreglustöð 2
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Ökumaður bifreiðar handtekinn eftir að hafa stungið lögreglu af. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina að lokum en tók þá á rás hlaupandi og faldi sig. Hann fannst stuttu síðar og var hann vistaður í fangaklefa.
- Lögreglustöð 3
Nágrannadeilur í hverfi 200 vegna lagninga bifreiða við húsið. Lögregla sinnti og var málið leyst með samtali.

