4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Fámenn valdaklíka og Samherji sögð hafa komist ólöglega yfir kvóta, eingöngu vegna pólitískra tengsla

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Rúmt ár síðan sexmenningarnir sem lengst hafa verið í haldi, voru handteknir

Fámenn valdaklíka og Samherji er sögð hafa komist ólöglega yfir og nýtt sér 50 þúsund tonna kvóta, eingöngu vegna pólitískra tengsla á tíma þar sem enginn kvóti var fáanlegur í landinu, eins og það var orðað í tölvupóstum milli Namibíumannanna og yfirmanna Samherja. Þetta og ný gögn í Samherjamálinu svokallaða sem hófst með birtingu Samherjaskjalanna fyrir ári síðan, koma fram í nýrri frétt, fréttaskýringarþáttarins Kveiks og var m.a. aðalfrétt ríkisútvarpsins í gær.

,,Hópur sex Namibíumanna og fimm Íslendinga, undir stjórn Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, hafi sameiginlega myndað með sér samtök sem hafi stundað kerfisbundin lögbrot með það fyrir augum að hagnast á því persónulega. Og að allir hafi þeir tekið þátt beint og óbeint í þeim lögbrotum; spillingu, aðstöðubraski í opinberum embættum, mútum, fjársvikum, skattsvikum og peningaþvætti.

Namibísku ráðherrarnir eru sakaðir um að hafa blekkt þing og þjóð, brotið lög í samkrulli við angólskan ráðherra og samverkamenn við gerð samnings um gagnkvæmar aflaheimildir ríkjanna tveggja. Þetta hafi þeir gert í samkrulli við Samherja sem hafi fengið að nýta sér auðlindir í skiptum fyrir greiðslur til vina og vandamanna, sömu ráðamanna. Í stað þess að nýtast við efnahagslega uppbyggingu í þágu namibísku þjóðarinnar, líkt og sjávarauðlindinni var ætlað.“ Segir í frétt Rúv

Þá kemur fram að ríkissaksóknari í Namibíu fari þess á leit að spænskum yfirvöldum verði send krafa um kyrrsetningu togara sem Samherji sigldi óvænt frá Namibíu og hann verði afhentur namibískum yfirvöldum. Takist það eru verðmæti haldlagðra eigna Samherja í höndum namibíska ríkisins hátt í 5 milljarðar íslenskra króna, miðað við söluverðmætið á Heinaste sem ríkissaksóknari hefur haldlagt og það verðmat sem Samherji studdist við síðast í viðskiptum með togarann Sögu milli landa.

Hér er hægt að lesa alla fréttina og skoða ný gögn í málnu