,,Hann hljóp að mér með stærðarinnar hníf“
Íbúi í Garðabæ lýsir ótrúlegri hnífaárás sem hann varð fyrir á göngusíg í Garðabæ. ,,Í kvöldgöngutúr í gær var ég að ganga í gegn um undirgöng, sem liggja undir Vífilsstaðaveg og við hlið Reykjanesbrautarinnar, þar sem tvær vespur þutu framhjá mér á ógnarhraða. Seinni vespan stöðvaði við hliðina á mér og farþeginn stökk af. Hann hljóp að mér með stærðarinnar hníf og byrjaði að ógna mér með honum. Hann öskraði einhverja vitleysu og hélt hnífnum upp við mig.
Þá kom farþegi af fyrri vespunni og þóttist ætla að kýla mig með hnúfajárni. Sem betur fer varð ég ekki fyrir neinum meiðslum en þær rændu mig heldur ekki. Þá spyr maður sig: Hver var tilgangurinn? Lögreglan er komin í málið og ég vonast til að þeir nái þessum aumingjans leppalúðum áður en þeir skaða einhvern. Ég tek fram að þeir virtust vera undir áhrifum einhverra efna.