Þann 20. nóvember 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt og rann umsóknarfrestur út þann 7. desember sl. Umsækjendur um embættið eru:
1. Jón Finnbjörnsson, dómari við Landsrétt
2. Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari
3. Símon Sigvaldason, héraðsdómari
Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Umræða