Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki reynst neikvæð, en dagvaktin í gær var skimuð fyrir Covid-19 og rannsökuð í gærkvöldi, ásamt 32 inniliggjand sjúklingum, sem allir reyndust neikvæðir.
Sýnataka af starfsfólki stóð fram á nótt og heldur áfram núna fyrir hádegi; um nokkur hundruð manns er að ræða að öllu samanlögðu, því bæði þarf að skima alla rúmlega 100 starfsmenn deildarinnar og annað starfsfólk sem þjónustar sjúklinga og starfsemi deildarinnar, til dæmis sjúkraþjálfara og ræstingafólk.
Umfangsmikið viðbragð er á spítalanum gagnvart þessum atburðum og vert að minna á að hjartadeildin er í fullri starfsemi og er vel mönnuð, henni hefur ekki verið lokað fyrir öðru en nýjum innlögnum.
Við eigum von á fyrstu niðurstöðum skimana annars starfsfólks en dagvaktar gærdagsins núna um hádegið, fundað verður um þær niðurstöður kl. 13:00, þá vitum við meira um stöðuna og upplýsum fjölmiðla strax í kjölfarið.
Enn liggur ekki fyrir hvort við höldum blaðamannafund um málið þegar líða tekur á daginn, læt vita um leið og það liggur fyrir.