Vaxtareikningur húsnæðislána verðtryggður án lagaheimildar
Í síðustu grein var nefnt að lánin eru ekki reiknuð samkvæmt lögum. Sjá nánar á vef Alþingis: Lög um vexti og Verðtryggingu 2001 nr. 38. Sjá nánar 15.grein og V. Kafla. Ýmis ákvæði um vexti.
Í síðustu grein var skjámynd brugðið upp sem sýndi hvernig óverðtryggt lán er reiknað. Og þar er lánið 10 millj. endurgreiddar + 12.291þús í vexti. Heild = 22.291þús
Þessi heildar tala er á skjámyndinni hér í grænu. Það er skiljanlegt ef heildartölur eru bornar saman að fólk vill óverðtryggðu lánin. Á skjámyndinni í gulum lit er lánareikningurinn framkvæmdur samanber laga texta.
Verðtryggðu lánin eru endurgreidd á 40 árum og hver gjalddagi er borgaður með viðbættri vísitölu neysluverðs. Þetta er sú framkvæmd sem menn deila ekki um. En um réttmætið segi ég ekkert að svo stöddu.
En samtals yfir 40 ár og helmingur lánstímans (á ókomnum lánstíma er miðað við 2% verðbólgu) þá er búið að hækka endurgreiðslu lánsins um kr.13.211 þús. Þe. Verðbætur á afborgun í dálki C
Bara þessi hækkun verðbótahækkun er eins og tvöfalda vaxtabyrði sé að ræða, samanber óverðtryggðu lánin.
Og ef borin er saman mánaðarleg afborgun þá er hún allaf sú sama á óverðtryggða lánin kr.46.440.-
Á verðtryggða láninu er þegar komið er árið 2020 mánaðarleg afborgun orðin kr.90.000.- sem er orðin tvöföldun á mánaðarlegri greiðslu samanborið við óverðtryggða lánið. Og í lok lánstíma er hún orðin kr.137.000.- (borið saman við kr.46.440.-)
Og því miður er þessi lánaframkvæmd eins og skotveiðileyfi á lántakendur, því þeir ráða engu með vísitölubreytingar á neysluverðs vísitölunni. En þeir sitja uppi með vísitöluhækkunina í sínum mánaðarlegu afborgunum.
Og að lokum skoðum við tölurnar í purpura bláu. Það er útreikningur lánanna eins og hann er framkvæmdur hér á landi. Þá sést að heildartalan er komin í kr.46.038þús sem er meira en tvöföldun á óverðtryggðu láni. Sömu forsendur eins og áður, 2% verðbólga síðustu 20 árin.
Það sem vert er að skoða er að í framkvæmdinni hér eru mánaðarlegir vextir hækkaðir með vísitölu. Þetta er gert og hefur verið gert þótt ekki sé lagaheimild fyrir því. Sú hækkun nemur kr.10.535.þús yfir lánstímann. Og nafnverðs eftirstöðvarnar eru hækkaðar með áföllnu verðbótunum, sem sýnir í Eftirstöðvar með verðbótum sem er í raun falsaðar eftirstöðvar eftir að hætt var að nota verðbólgu reikningskil.
Eftirstöðvarnar láns eiga að lækka við hverja mánaðarlega greiðslu, alveg eins og á sér stað með óverðtryggðu lánin.
Það er vert að vekja athygli á að afborgun lánsins er verðbætt skv. lagabókstaf og svo eru vextirnir verðbættir með vísitölu líka þótt ekki sé lagaheimild fyrir vístöluhækkun vaxta. Þannig að lán eru rúmlega vel verðtryggð (vextir hækkaðir með vísitölu) og lántakendur verðtryggðra lána eiga rétt á að sjá sín lán lækka eins og lántakendur óverðtryggðra lána.
Þegar þetta er skrifað í jan2021 er í samfélaginu umræða um hvort sé lagaheimild fyrir að skikka fólk í 14 daga sóttkví í sóttvarnar húsi, ef það vill ekki tvöfalda skimun. Svo á sama tíma eru allir lántakendur verðtryggðra lána að borga vísitölu bættar vaxta greiðslur og samt er engin laga heimild fyrir slíkum reikningum. Er eitthvað vit í þessu?
Og landsmenn eru með 63 þingmenn sem sitja með hendur í skauti og gera ekkert. Verðtryggð lán eru ennþá 60% á móti ca.40% sem eru óverðtryggð.
Svo þingmenn hafa fullt af fólki til að vinna fyrir ef þeir vilja vinna gagn.
Það er því miður ekki hróflað við verðtryggingunni þótt eftirstöðvar lánanna lækki á eðlilegan hátt, eins og um óverðtryggð lán væri að ræða.
Með öðrum orðum, þá eiga lán að lækka þegar borgað er af þeim. Rétt eins og um óverðtryggð lán sé að ræða.
Verðtryggingin er framkvæmd þegar lánin er reiknuð, frá mánuði til mánaðar. En eftirstöðvar verðtryggðra lána eiga að lækka jafnt og um sé að ræða óverðtryggt lán.
Það hróflar ekki við verðtryggingunni þótt eftirstöðvar lána séu sýndar réttar.!!!!!!
https://gamli.frettatiminn.is/04/01/2021/upprifjun-lagaumgerd-verdtryggdra-jafngreidslulana-og-overdtryggt-jafngreidslulan/