Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað gistir einn í fangageymslu lögreglu. Alls eru 38 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Vill lögregla því vekja athygli á að í kjölfar frosts og kulda og þegar að þíða tekur eykst hætta á því að holur myndist í vegum, þ.m.t. á malbikuðum vegum borgarinnar. Rétt eins og kemur fram hér að neðan er umtalsverð hætta á að tjón verði á bifreiðum við að aka ofan í holur sem sumar hverjar geta verið djúpar.
Því vill lögregla beina því til ökumanna að gæta varúðar til að skemma ekki bifreiðar sínar.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna tjóns á minnst þremur bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holu á vegi í íbúðarhverfi í austurborginni. Haft var samband við veghaldara og honum gert að gera ráðstafanir.
Þá bárust ítrekaðar tilkynningar vegna tjóna á bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holur á stofnbraut í austurborginni. Um var að ræða nokkrar holur á kafla vegarins. Að minnsta kosti 9 bifreiðar urðu fyrir tjóni á hjólbörðum og þurftu ökumenn því að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Veghaldari upplýstur og gert að gera ráðstafanir.
Enn og aftur var óskað aðstoðar lögreglu og nú vegna hættuástands sem var sagt hafa skapast er fjöldi bifreiða var ekið í holu í hringtorgi á stofnbraut í austurborginni. Reyndust einnig níu bifreiðar vera með tjónaða hjólbarða og þurftu ökumenn að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Veghaldari upplýstur og gert að gera ráðstafanir.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Tilkynnt um óvelkominn ölvaðan aðila inni í matstofu. Honum vísað á brott.
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna hótana og eineltis þar sem málsaðilar eru báðir á unglingsaldri. Málið til rannsóknar í samvinnu við barnavernd.
Tilkynnt um par í annarlegu ástandi sem búin voru að koma sér fyrir í anddyri í fjölbýlishúsi. Þau farnir er lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um óvelkomna konu á veitingastað, sem var búin að koma sér fyrir inni í geymslurými, sem reyndist vera heimilislaus. Hún gekk leiðar sinnar er lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um þjófnað inni á hóteli. Málið til rannsóknar.
Ökumaður stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 66 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km/klst. Var hann bráðabirgðasviptur ökuréttindum vegna hraðakstursins til þriggja mánaða. Einnig var ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Lögregla kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða, annars vegar fyrir utan verslunarkjarna og hins vegar fyrir utan heimahús. Sitthvort tilfellið. Í báðum tilfellunum var tilkynnt um aðila vera að taka í hurðahúna.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps þar sem bifreið var ekið utan í aðra. Tjónvaldur var sagður ógnandi í hegðun og lét sig svo hverfa af vettvangi. Málið til rannsóknar.
Tilkynnt um eld í ruslatunnu utan við leikskóla. Eldurinn var sagður vera að dreifa sér í nærliggjandi grindverk. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Tjón varð á grindverkinu sem og ruslatunnunum eftir brunann.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatö
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum.
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna öskurs úr íbúð í heimahúsi. Er lögregla kom á vettvang og ræddi við húsráðanda reyndist sá hafa verið að horfa á fótbolta og verið að hvetja lið sitt af mikilli innlifun svo að hrópin heyrðust í næstu íbúðir.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku