Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast en 90 sjúkraflutningar voru síðasta sólahring og þrjú útköll á dælubíla.
,,Eldur varð í sumarbústað við Lynghólsveg á Hólmsheiði. Við komu var bústaðurinn alelda og var slökkt í honum utanfrá. Ekki er vitað um eldsupptök en slökkvistarf stóð yfir í fjóra klukkutíma og var vettvangur afhentur lögreglu í gærkvöldi til eftirlits og rannsóknar.“
Umræða