Sýslumenn hvetja til rafrænna samskipta í stað heimsókna til að draga úr smithættu vegna COVID-19
Í ljósi þess að stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 eru þeir sem þurfa að leita á skrifstofur eða útibú embætta sýslumanna hvattir til, eftir því sem mögulegt er, að eiga við þær rafræn samskipti í tölvupósti, hafa samband símleiðis eða í netspjalli Sýslumannsins á höfuborgarsvæðinu við embætti hans. Einnig skal minnt á að nokkur eyðublöð eru komin á stafrænt form og hægt að senda beint. Loks má alltaf póstleggja það sem senda þarf til sýslumanna eins og t.d. skjöl sem þarf að þinglýsa.
Nánari upplýsingar um hvernig best er að eiga samskipti eða koma erindum áleiðis án þess að mæta á skrifstofu embættanna er að finna á síðum nokkurra embætta.
Á vef Landlæknisembættsins er að finna ítarlegar upplýsingar um COVID-19 og ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu hennar.