Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, af ákæru um manndráp vegna ósakhæfis. Honum var gefið að sök að verða eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra.
Honum er þó gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, og greiða fjórum aðstandendum hjónanna bætur, um 31 milljón króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Austurlands og Vísir.is greindi fyrst frá málinu.
,,Alferð var ákærður fyrir að ráða hjónunum bana með því að ráðast á þau á heimili þeirra með hamri. Hann hafi slegið þau oft með hamrinum, einkum í höfuð.
Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að gögn málsins hafi sýnt fram á að enginn annar en Alferð Erling hafi getað verið að verki í umrætt sinn. Lögfull sönnun væri komin fram um að hann hefði veist að þeim með þeim hætti sem lýst væri í ákæru.
Hins vegar segi í hegningarlögum að ekki eigi að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands hafi þeir verið alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum.“ Segir í fréttinni á Vísi.is