Amerísku Weber grillin framleidd í Kína
Weber grill hafa lækkað talsvert í verði miðað við það sem að áður var en hver er ástæðan? Við rannsökuðum málið og komumst að því hver ástæðan er og hún er sú að ódýru grillin hjá Weber eru framleidd í Kína en þau dýrari í Bandaríkjunum.
Við skoðun á grillum í verslunum á Íslandi er ekki hægt að sjá að þau séu framleidd í Kína og margir sem að telja að um ameríska framleiðslu sé um að ræða.
Ef við skoðum t.d. stærstu grillin hjá Weber, þá er hægt að fá grill merkt þeim sem eru framleidd af Weber í Kína á u.þ.b. í kringum 120-170.000 kr. í verslunum á Íslandi.
Sama stærð af Weber sem er framleidd í Bandaríkjunum eins og Genesis LX og Summit Series kosta u.þ.b. helmingi meira og upp í um og yfir hálfa milljón.
Weber grill eru bæði framleidd í Ameríku og Kína. Gamla Spirit línan þeirra er framleidd í Ameríku á meðan Spirit II lína Weber er framleidd í Kína.
Gamla Genesis lína Weber, var framleidd í Bandaríkjunum, en Genesis II módelin eru framleidd í Kína (Weber’s high-end, Genesis LX og Summit series, gas grillin eru bæði framleidd í verksmiðju þeirra í IL, Bandaríkjunum). Öll Weber kolagrill eru enn framleidd í Bandaríkjunum. Nokkrar breytingar (eins og opnar hliðar í staðinn fyrir lokaðan skáp að neðan, eru á II Series grillunum hjá Weber. Gott er að skoða á netinu áður en keypt er.
Weber Genesis II (ný módel) – Eins og Spirit II er Genesis II líka framleitt í Kína.
Weber 60010001 Genesis II E-210 Liquid Propane Grill
Weber 61010001 Genesis II E-310 Liquid Propane Grill, Svart
Weber 62010001 Genesis II E-410 Liquid Propane Grill, Svart
Weber 63010001 Genesis II E-610 Liquid Propane Grill, Svart
Weber hóf framleiðslu á Genesis II línunnni árið 2016.