Suðvestan hvassviðri eða stormur á norðanverður landinu, allt að 25 m/ með snörpum vindhviðum. Einnig hvessir austantil síðdegis í dag. Gefnar hafa verið út gular viðvaranir vegna vinds á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðausturlandi. Rigning og síðar skúrir eða slydduél samhliða þessu sunnan og vestantil á landinu og vindur 8-13 m/s. Eitthvað hægir á vindi á morgun, þó enn víða 10-15 m/s og 18-23 á Norðaustur og Austurlandi fram eftir degi. Lítlsháttar úrkoma sunnan- og vestantil á morgun. Hiti víða 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-15 m/s, en 15-23 norðantil. Væta með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig. Dregur úr úrkomu og kólnar í kvöld, og styttir upp austanlands.
Suðvestan 13-20 á morgun, hvassast á norðanverðu landinu. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir vestanlands, en þurrt og bjart austantil. Hiti 2 til 8 stig að deginum. Dregur úr vindi annað kvöld.
Spá gerð: 13.04.2020 10:37. Gildir til: 15.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan 10-15 m/s og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu austanlands. Hiti 1 til 7 stig að deginum. Lægir og styttir upp um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10 og skýjað, en áfram bjart fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Sunnan 8-13 og dálitlar skúrir, en hægari og léttskýjað austantil. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag:
Ákveðin suðaustanátt og skýjað, en bjart að mestu fyrir norðan. Áfram milt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu sunnan- og vestanlands, en þurru veðri norðaustantil.
Spá gerð: 13.04.2020 08:17. Gildir til: 20.04.2020 12:00.