Alþingi viðurkennir störf Jóhannesar Stefánssonar vegna Samherjamálsins
Þeir sem fylgdust með umræðum um frumvarp um vernd uppljóstrara var ljóst að Samherjamálið var ofarlega í huga þingmanna.
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson kom í veg fyrir að íslenskt fyrirtæki héldi áfram að arðræna þróunarríkið Namibíu.
Jákvæðar afleiðingar uppljóstrananna í Samherjamálinu eiga eftir að koma í ljós á næstu misserum, en þær verða að brotamenn sem mútuðu og stóðu í stórfelldum skattaundanskotum, verða látnir sæta ábyrgð og sömuleiðis er þess að vænta að miklar breytingar verði á skipan auðlindamála á Íslandi.
Ef farið er yfir nöfn þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði sitt með frumvarpinu þá má ganga út frá því sem vísu, að nokkir þar hafi ekki stutt frumvarpið með glöðu geði, en metið það svo það væri þó illskárri kostur en að uppljóstra andstöðu sina við frumvarpið – Svo mikill er vilji almennings til breytinga.
Til framtíðar litið þá munu lögin verða hvati til þess að önnur spillingarmál upplýsast, en þau ná ekki til þess sem á heiðurinn að því að lög um vernd uppljóstrara voru loks samþykkt eftir afar langa meðgöngu.
Nú er að sjá hvort að stjórnvöld veiti Jóhannesi beinan stuðning eða þá hvort að frjambjóðendur til að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin sameinist um þá ákvörðun í kosningabaráttunni, að veita honum Fálkaorðuna.
Til framtíðar litið þá munu lögin verða hvati til þess að önnur spillingarmál upplýsast, en þau ná ekki til þess sem á heiðurinn að því að lög um vernd uppljóstrara voru loks samþykkt eftir afar langa meðgöngu.
Nú er að sjá hvort að stjórnvöld veiti Jóhannesi beinan stuðning eða þá hvort að frjambjóðendur til að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin sameinist um þá ákvörðun í kosningabaráttunni, að veita honum Fálkaorðuna.
Fyrstu heildarlögin um vernd uppljóstrara samþykkt á Alþingi
https://gamli.frettatiminn.is/fyrstu-heildarlogin-um-vernd-uppljostrara-samthykkt-a-althingi/
Umræða