Umfangsmikil lögregluaðgerð var við Laugaveg 35 upp úr hádegi í dag, þar sem veitingastaðurinn Gríska húsið er starfræktur.
Maður á milli fertugs og fimmtugs var handtekinn og annar starfsmaður leiddur til yfirheyrslu að sögn rúv.is.
Lögregla notaði lögregluhunda við aðgerðina. Hún er enn að störfum á vettvangi en ekki hafa fengist upplýsingar um tilefni aðgerðarinnar. Nánar verður greint frá framvindu málsins þegar líður á daginn.
Umræða