Tryggingagjaldið enn langt frá því að lækka nóg
Áform í fjárlagafrumvarpi næsta árs, um að lækka tryggingagjald um hálft prósentustig á næstu tveimur árum, eru jákvæðar fréttir að mati Félags atvinnurekenda. Lækkunin gengur þó ekki nærri nógu langt; árið 2020 mun enn vanta heilt prósentustig upp á að tryggingagjaldið verði sama hlutfall af launagreiðslum fyrirtækja og það var fyrir fjármálahrun.
Tryggingagjaldið er nú 6,85% af launagreiðslum fyrirtækja. Árið 2007 var það 5,34%. Eftir hrun var það snarhækkað og varð hæst 8,65% af launakostnaði árið 2010, eins og sést á myndinni. Síðan hefur gjaldið verið lækkað, en í afar smáum skrefum.
„Tryggingagjaldið var hækkað til að standa undir stórauknum útgjöldum vegna atvinnuleysis eftir fjármálahrunið. Forsendurnar fyrir hækkuninni eru löngu horfnar með minnkandi atvinnuleysi. Staðreyndin er sú að tryggingagjaldið er í vaxandi mæli notað til að fjármagna önnur útgjöld ríkissjóðs en því var ætlað,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að tryggingagjaldið bitni einna harðast á minni og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem laun eru stór hluti kostnaðar, og dragi úr samkeppnisfærni þeirra.
Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu kemur fram að þrátt fyrir áformaða lækkun tryggingagjalds muni það skila meiri tekjum í ríkissjóð á næsta ári en þessu. Þá kemur fram í frumvarpinu að lækkun tryggingagjalds sé ætlað að „stuðla að jafnvægi á vinnumarkaði og að launahækkanir á næsta ári leiði síður til verðbólgu.“ Ólafur segir að þetta sé út af fyrir sig gott markmið. „Eigi lækkunin að þjóna þessum tilgangi þarf hún hins vegar að vera mun meiri. Það er eðlilegast að miðað sé við að þessi skattheimta verði ekki meiri en hún var fyrir hrun, þegar atvinnustig var sambærilegt og nú,“ segir hann.
Fjárlagafrumvarp 2019
Tryggingagjaldið er nú 6,85% af launagreiðslum fyrirtækja. Árið 2007 var það 5,34%. Eftir hrun var það snarhækkað og varð hæst 8,65% af launakostnaði árið 2010, eins og sést á myndinni. Síðan hefur gjaldið verið lækkað, en í afar smáum skrefum.
„Tryggingagjaldið var hækkað til að standa undir stórauknum útgjöldum vegna atvinnuleysis eftir fjármálahrunið. Forsendurnar fyrir hækkuninni eru löngu horfnar með minnkandi atvinnuleysi. Staðreyndin er sú að tryggingagjaldið er í vaxandi mæli notað til að fjármagna önnur útgjöld ríkissjóðs en því var ætlað,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að tryggingagjaldið bitni einna harðast á minni og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem laun eru stór hluti kostnaðar, og dragi úr samkeppnisfærni þeirra.
Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu kemur fram að þrátt fyrir áformaða lækkun tryggingagjalds muni það skila meiri tekjum í ríkissjóð á næsta ári en þessu. Þá kemur fram í frumvarpinu að lækkun tryggingagjalds sé ætlað að „stuðla að jafnvægi á vinnumarkaði og að launahækkanir á næsta ári leiði síður til verðbólgu.“ Ólafur segir að þetta sé út af fyrir sig gott markmið. „Eigi lækkunin að þjóna þessum tilgangi þarf hún hins vegar að vera mun meiri. Það er eðlilegast að miðað sé við að þessi skattheimta verði ekki meiri en hún var fyrir hrun, þegar atvinnustig var sambærilegt og nú,“ segir hann.
Fjárlagafrumvarp 2019
Umræða