Sex leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa verið sakaðir um ofbeldis- og/eða kynferðisbrot og spila þeir ekki með liðinu á meðan mál þeirra eru í skoðun samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag. Þrír leikmenn eru nefndir í umræddum tölvupósti sem hafa ekki verið áður ásakaðir.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands barst tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum, þann 27. september s.l. sem samkvæmt heimildum blaðsins innihélt nöfn sex leikmanna landsliðsins og dagsetningar meintra ofbeldis- og kynferðisbrota þeirra.
Umræða