Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður suðvestan hvassviðri eða stormur á norður- og austurhluta landsins og viðvaranir í gildi fram eftir degi á þeim svæðum en það verður heldur hægari vindur suðvestan- og vestanlands. Bjart með köflum eð stöku skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 3 til 7 stig. Í kvöld koma svo næstu skil að landinu og þá þykknar upp með rigningu sunnan- og vestanlands.
Hiti 8 til 14 stig
Á morgun verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt með rigningu eða skúrum en lengst af verður þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 14 stig. Spá gerð: 13.11.2024 06:43. Gildir til: 14.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi suðvestanátt, 10-18 m/s síðdegis. Bjart með köflum, en stöku skúrir á vestanverðu landinu. Þykknar upp með rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld. Hiti 3 til 7 stig. Suðvestan 13-20 m/s með rigningu eða skúrum á morgun, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 13.11.2024 05:29. Gildir til: 14.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestantil. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 á Suðausturlandi og Austfjörðum seint um kvöldið.
Á laugardag:
Norðan 13-23 um morguninn og snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Dregur úr vindi og ofankomu eftir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 13.11.2024 08:36. Gildir til: 20.11.2024 12:00.