Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa mest fylgi í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði fyrir Eyjafréttir dagana 6. til 11. nóvember.
Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 32,4 prósent atkvæða, Miðflokkurinn 22,4 prósent og Samfylkingin 13,1 prósent. Viðreisn fengi 10,6 prósent og Flokkur fólksins 10,2 prósent en Framsókn fengi aðeins 4,9 prósent.
Aðrir flokkar fengju minna en þriggja prósenta fylgi og athygli vekur að VG fengi aðeins 0,5 prósent.
Umræða