Helstu tíðindi frá lögreglu 17:00-05:00. Þegar þetta er ritað gista sex einstaklingar í fangaklefa. Alls eru bókuð 50 mál í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi
Lögreglustöð 1
- Tilkynnt um hjólreiðaslys, lögregla fór ásamt sjúkraliði á vettvang. Aðili með minniháttar áverka og fluttur á bráðamóttöku til frekari aðhlynningar.
- Ölvaður aðili kom á hellti bjór yfir slasaða hjólreiðamanninn og neitaði að segja til nafns við lögreglu, hann var handtekinn á vistaður í fangaklefa sökum ástands hans.- Tilkynnt um innbrot í skrifstofu húsnæði, lögregla fór á vettvang til að rannsaka málið.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna einnig sviptur ökuréttindum. Hann látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um hávaða í heimahúsi, lögregla fór á vettvang.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hann látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna einnig ekki með gild ökuréttindi, látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana og – fíkniefna, aðili reyndi að stinga lögreglu af en stöðvaði að lokum. Hann vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem leigubílstjóri var í vandræðum með farþega.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um aðila reyna brjótast inn í apótek, lögregla fór á vettvang og handtók aðila og hann vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um tvo aðila inni á lokuðum veitingastað í leyfisleysi og stálu munum voru farnir þegar lögregla kom á vettvang en aðilar fundust síðar og handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna leigubílstjóra í vandræðum með farþega sem neitar að borga, farþegi borgaði þegar lögregla kom á vettvang.
Umræða

