Ísland hefur í samvinnu við önnur ríki á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkin heitið því að veita samanlagt 500 milljónir dollara til vopnakaupa fyrir Úkraínu. Það er andvirði 63 milljarða króna.
Ríkisútvarpið fjallaði um málið samkvæmt upplýsingum sem birtust á vef Atlantshafsbandalagsins. Þar segir að féð verði notað til að kaupa vopn og skotfæri frá Bandaríkjunum. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fagnaði þessu og sagði að með framlaginu væri tryggt að Úkraína fengi hergögn sem brýn þörf væri á þegar vetur skellur á.
Samkvæmt upplýsingum rúv, frá utanríkisráðuneytinu hefur Ísland greitt 500 milljónir króna á árinu og rúmast það innan fjárheimilda utanríkisráðuneytisins í ár.

